Fara í efni

Hverjir eiga rétt á þjónustu?

Til baka

Hverjir eiga rétt á þjónustu?

Til VIRK hafa leitað næstum 9000 einstaklingar síðan 2009. Um er að ræða  fjölbreyttan hóp einstaklinga á öllum aldri með mismunandi menntun og úr ólíkum starfsgreinum. Á myndinni hér til hliðar má t.d. sjá upplýsingar um hlutfallslega skiptingu einstaklinga sem komu í þjónustuna á árinu 2014 eftir starfsgreinum. Aðstæður einstaklinganna sem koma í þjónustu eru misjafnar og krefjast þess að útbúin sé starfsendurhæfingaráætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins.

Til að eiga rétt á þjónustu VIRK þurfa einstaklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Að geta ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa.
• Að markmiðið sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
• Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.

Almennt er miðað við að formleg tilvísun frá lækni liggi fyrir áður en einstaklingur fer í fyrsta tíma hjá ráðgjafa VIRK. Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf því að byrja á að panta tíma hjá sínum lækni og óska eftir beiðni fyrir starfsendurhæfingu. Ef læknir telur viðkomandi hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu þá sendir hann beiðni til VIRK. Farið er yfir allar beiðnir sem berast til VIRK og þeim sem uppfylla skilyrði um þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012 er gefinn tími hjá ráðgjafa. Ráðgjafi hefur síðan samband við einstaklinginn símleiðis og boðar hann í viðtal.

Ef mál einstaklings eru flókin og um er að ræða langa fjarveru frá vinnumarkaði þá er einstaklingum oft vísað í raunhæfimat starfsendurhæfingar hjá VIRK áður en þjónusta hefst. Markmiðið er að meta hvort starfsendurhæfingarþjónusta sé raunhæf og geti orðið árangursrík miðað við stöðu viðkomandi einstaklings á þeim tíma sem umsókn berst. Ef starfsendurhæfing er ekki metin raunhæf þá er einstaklingi vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins og þá oft í samstarfi við aðrar stofnanir.

Nánar upplýsingar um þjónustu VIRK má finna hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband