Fara í efni

Góð byrjun og stöðug aukning

Til baka

Góð byrjun og stöðug aukning

Þjónusta á vegum VIRK og stéttarfélaganna hófst að verulegu leiti núna í haust þar sem mjög margir ráðgjafar komu til starfa í ágúst og september og síðan bættust fleiri við í október og nóvember.   Starfsemin hefur farið vel af stað og nú hafa yfir 400 manns leitað aðstoðar hjá ráðgjöfum  og um 300 manns eru í reglubundnum viðtölum hjá ráðgjafa eða í öðrum skipulögðum starfsendurhæfingarúrræðum sem kostuð eru af VIRK.   Þessi fjöldi eykst í hverri viku og sjáum við fram á stöðuga aukningu næstu vikur og mánuði.  Á sumum svæðum og hjá sumum félögum sjáum við strax að þörf er á auknum fjölda ráðgjafa til að ná að sinna eftirspurn eftir þjónustunni og er verið að gera ráðstafanir til að bregðast við því. 

Mikil ánægja hefur verið hjá þeim einstaklingum sem leitað hafa til ráðgjafa og nú þegar eru nokkrir tugir einstaklingar komnir aftur í vinnu eftir að hafa fengið viðeigandi aðstoð varðandi virkni og starfsendurhæfingu. 

Einstaklingar koma inn í þjónustu eftir ýmsum leiðum.   Sumir eru á dagpeningum hjá sjúkrasjóðum og hefur verið boðið í viðtal hjá ráðgjafa, aðrir fá greidd laun frá atvinnurekanda í veikindum og hefur verið bent á þjónustuna af stjórnanda, trúnaðarmanni eða stéttarfélagi.  Síðan  hafa einstaklingar fengið ábendingu um þjónustuna frá sínum heimilislækni og aðrir hafa lesið um þjónustuna í tímaritum stéttarfélaga eða á heimasíðu VIRK.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband