Fara í efni

Aukum þátttöku - eflum samfélagið

Til baka

Aukum þátttöku - eflum samfélagið

VIRK vill leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif til góðs og byggja upp betra samfélag þar sem rými er fyrir alla einstaklinga og á 10 ára afmælisári VIRK er lögð sérstök áhersla á þróun og aukið samstarf, horft er til samfélagsins í heild. 

Einn liður í því er kynningarherferð sem nú er hafin í sjónvarpi, útvarpi, í blöðum og á vefnum sem hefur kjörorðið Gefst ekki upp: Aukum þátttöku - eflum samfélagið og hefur það að markmiði að fjölga fjölbreyttum atvinnutækifærum m.a. fyrir þá sem eru með skerta starfsgetu.

Margvíslegar ástæður geta legið fyrir því að fólk falli út af vinnumarkaði og þarfnist starfsendurhæfingar, s.s. kulnun í starfi, andlegir sem líkamlegir sjúkdómar og afleiðingar slysa eða annarra áfalla. Mikilvægt er að samfélagið taki vel utan um þá einstaklinga og hjálpi þeim að fóta sig aftur úti á vinnumarkaði.

Allir geta fundið sína fjöl og við hvetjum stofnanir og fyrirtæki til að skoða ráðningar með opnum huga og rétta fram hjálparhönd með skráningu á vefsíðunni verumvirk.is

 Sjá auglýsingarnar á Youtuberás VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband