Fara í efni

Gæði og öryggi

Til baka

Gæði og öryggi

Hjá VIRK er lögð áhersla á að vinna faglega og tryggja öryggi upplýsinga og gagna. VIRK hefur sett sér það markmið að fá vottun á starfsemi sinni samkvæmt alþjóðlegum gæðastjórnunarstaðli IST EN ISO 9001 fyrir lok árs 2015.

Tilgangur ISO 9001 vottunarinnar er m.a. að tryggja öguð vinnubrögð þar sem stjórnendur og starfsfólk, ráðgjafar og aðrir samstarfsaðilar VIRK þekkja ábyrgð sína, hlutverk og þær kröfur sem gerðar eru óháð starfssvæðum og vinna eftir því. Vottunin krefst stýringar á þessu verklagi með rekjanleika, árangursmælingum, reglulegum úttektum og endurskoðun á verklagi, úrvinnslu ábendinga og umbótum þar sem þörf er á.

Útgáfustýrt verklag hefur margskonar ávinning í för með sér bæði fyrir VIRK og þjóðfélagið í heild, m.a. auðveldar það alla þjálfun starfsfólks, ráðgjafa og samstarfsaðila VIRK, minnkar líkur á mistökum, auðveldar þróun þjónustunnar og bætir yfirsýn.

VIRK er á mörgum sviðum þegar farið að vinna samkvæmt kröfum ISO 9001. Með gæða- og öryggisstjórnun er VIRK að starfa eftir faglegum og viðurkenndum stöðluðum vinnubrögðum.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband