Fara í efni

Frumkvöðlahugsun og félagsleg nýsköpun

Til baka

Frumkvöðlahugsun og félagsleg nýsköpun

Hvernig getum við búið í haginn fyrir félagslega frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun? Hvað hefur gengið vel og hvað getum við lært af þeim verkefnum sem unnin hafa verið að á þessu sviði? Hver er staða frumkvöðla í nútíð og framtíð? Ofangreint eru helstu viðfangsefni ráðstefnu um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun á Norðurlöndunum sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð dagana 9. og 10. mars 2016.

Breytingar, m.a.lýðfræðilegar, tæknilegar, kalla á nýjar lausnir og nýsköpun við þróun og framkvæmd þjónustu og efni ráðstefnunnar á því brýnt erindi til samtímans. Auk þess er mikil þörf á að miðla þekkingu um þá möguleika, áskoranir og hugsanlegar takmarkanir sem upp geta komið innan velferðarþjónustunnar. Upplýsingar til notenda um tækifærin sem í þessu kunna að felast eru einnig nauðsynlegar. 

Á ráðstefnunni koma saman frumkvöðlar, fulltrúar opinberra stofnana, einkaaðilar og fulltrúar almannaheillasamtaka og annarra sem láta sig þessi mál varða á Norðurlöndunum. Boðið verður upp á fyrirlestra, vinnustofur, kynningar og óformlega samveru. Ragnhildur Bolladóttir verkefnastjóri hjá VIRK tekur þátt í vinnustofu um Fjármögnun og stuðningskerfi og verður með innlegg um starfsemi VIRK og úrræði í starfsendurhæfingu.

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Skráningarfrestur er til 18. febrúar nk. Hægt er að skrá sig hér og nálgast dagskrá ráðstefnunnar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband