Fara teymisvinna og vellíðan saman?
Fara teymisvinna og vellíðan saman?
Fara teymisvinna og vellíðan saman? var yfirskrift morgunfundarins sem VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit Ríkisins gengust fyrir á Grand Hótel fimmtudaginn 12. september.
Morgunfundurinn var liður í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.
Fyrirlesar á fjölsóttum morgunfundinum voru þau Dr. Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla sem rannsakað hefur teymisvinnu í tuttugu ár en erindi hans bar yfirskriftina What characterizes teamwork that creates great results and makes team members happy? og Valgerður Hrund Skúladóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Sensa en erindi hennar bar yfirskriftina Er hægt að kaupa heilann í fólki? Teymisvinna í þekkingarfyrirtækjum.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis stýrði fundinum
Sjá streymið frá fundinum hér.
Sjá glærur Dr. Bang hér og áhugaverða grein um viðfangsefnið frá Bang og Midelfart hér.