Fara í efni

Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu

Til baka
Fyrirlesarar á ráðstefnu VIRK 2015
Fyrirlesarar á ráðstefnu VIRK 2015

Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu

VIRK heldur utan um og skipuleggur samnorræna ráðstefnu um starfsendurhæfingu sem haldin verður í fjórða sinn í haust á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5.–7. september 2016.

Ráðstefnan sem ber yfirskriftina Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu á Norðurlöndunum er skipulögð af VIRK í samstarfi við National Centre for Work and Rehabilitation, Linköpings Universitet, Svíþjóð; AIR- National Centre for Occupational Rehabilitation, Rauland, Noregi; Marselisborg Centret, Public Health and Quality Improvement, Central Region, Danmörk; og Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi.

Þema ráðstefnunnar er matsferlið í starfsendurhæfingu og stjórnun þess en auk þess verður sérstök áhersla lögð á samtengingu milli starfsendurhæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi og slys. Fjallað verður um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum á milli Norðurlandanna og fjölbreytt viðfangsefni reifuð.

Viðfangsefni ráðstefnunnar 

  • Hvernig nýtum við okkur ákveðna verkferla inni á vinnustaðnum sem stefna að því að draga úr fjarveru starfsmanna frá vinnu vegna veikinda eða slysa (e. disability management) og eflum þannig atvinnuþátttöku og endurkomu til vinnu?
  • Hvernig getum við spáð fyrir um það hvort starfsmaður muni koma fljótt/seint til baka í vinnu eftir fjarveru vegna veikinda?
  • Hafa sjúkdómsgreiningar einhver áhrif á það hvernig við metum hve mikla starfsgetu einstaklingur hefur?
  • Hvernig samræma vinnustaðir ákveðna stuðningsíhlutun og forvarnir þegar kemur að fjarveru vegna veikinda og endurkomu til vinnu?
  • Hve áhrifaríkt er IPS-módelið (Individual Placement and Support), sem byggir á einstaklingsmiðaðri atvinnuleit og stuðningi, í að auðvelda einstaklingum að komast aftur inn á vinnumarkaðinn?

Fyrirlesarar

Þátttakendur og fyrirlesarar koma frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi og munu þeir fjalla um rannsóknir og verkefni sem tengjast endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru þeir Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford, Englandi,  Dr. Reuben Escorpizo, prófessor við University of Vermont, Bandaríkjunum og auk þess að stunda rannsóknir við Swiss Paraplegic Research og Dr. William Shaw sem er yfir rannsóknum við Liberty Mutual Research Institute for Safety, í Massachusetts Bandaríkjunum auk þess að kenna við University of Massachusetts Medical School, Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um aðalfyrirlesarana má sjá hér.

Sérstök áhersla verður lögð á að skoða „best practice” rannsóknir og gæðaverkefni sem leggja áherslu á að auðvelda samvinnu milli vinnustaða og starfsendurhæfingar sem skila mun einstaklingnum aftur til vinnu á sem skilvirkastan hátt fyrir alla hagsmunaaðila.

Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu þ.e. sérfræðingum í endurhæfingu innan trygginga- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, rannsakendum, atvinnurekendum og starfsmönnum stéttarfélaga.

Ráðstefnan fer fram á ensku – dagskrá hennar má sjá hér og hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband