Fara í efni

Enginn svikinn af VIRK

Til baka
Magnús Árni Gunnlaugsson
Magnús Árni Gunnlaugsson

Enginn svikinn af VIRK

Magnús Árni Gunnlaugsson varð óvinnufær eftir sjóslys, leitaði til VIRK og náði góðum árangri í starfsendurhæfingu sinni.      

Magnús var mjög slæmur í öxl og handlegg eftir slysið og verkurinn versnaði er frá leið.  „Ég gat ekki unnið í eitt og  hálft ár. Ég hafði eftir slysið samband við sjúkraþjálfarann og var hjá honum tvisvar til þrisvar í viku. En þegar ég lagaðist ekki, heldur fremur versnaði, stakk hann upp á að ég færi og talaði við ráðgjafa hjá VIRK.“

Magnús setti sig í samband við ráðgjafa VIRK hjá Verkalýðsfélagi Akraness eftir heimsókn til læknis. „Ráðgjafinn benti mér á margar leiðir og möguleika. Hann hafði líka samband við atvinnurekanda minn til þess að halda því opnu að ég gæti síðar byrjað að vinna, en hægt í byrjun. Norðuráll, þar sem ég vinn enn, kom mjög vel á móti mér og yfirmaðurinn minn á vaktinni, Birna Björnsdóttir, kom því þannig fyrir að ég mætti mæta þegar ég treysti mér til í byrjun.“

Hann segir aðkomu VIRK hafi skipt mjög miklu. „Hún varð mér mjög mikil hvatning og svo fékk ég svo margar góðar ábendingar, hvernig eigi að snúa sér í málum gagnvart kerfinu. Þar þekkir fólk yfirleitt ekki vel til nema að komast í svona aðstæður eins og ég gerði í kjölfar slyssins. Ég vissi lítið um hvaða rétt ég ætti í þessu eða hinu. Nú er ég reynslunni ríkari. Að sjálfsögðu. Mín reynsla hefur mótað hjá mér þá skoðun að mikilvægt sé að starfsemi VIRK haldi áfram og fái að þróast í rétta átt.“

Magnús er komin aftur til vinnu og gengur ágætlega nema hvað verkina snertir, hann er ekki alveg laus við þá. „Ég vil þakka VIRK fyrir þá góðu aðstoð sem ég fékk. Mitt álit er að starfsemin sem þar er rekin sé mjög uppbyggjandi fyrir þá sem lenda í erfiðum aðstæðum, eins og ég gerði. Ég hvet fólk eindregið til að nýta sér starfsemina hjá VIRK. Það er engin svikinn af aðstoð VIRK.“ segir Magnús í lok viðtals sem sjá má í heild sinni hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband