Fara í efni

Dagbók VIRK 2016 komin út

Til baka

Dagbók VIRK 2016 komin út

Dagbók VIRK 2016 er komin út og er á leið til ráðgjafa okkar um allt land þaðan sem henni verður dreift til einstaklinga í þjónustu og þeir hvattir til þess að nýta sér hana í starfsendurhæfingu sinni.

Dagbókin, sem nú er gefinn út i fimmta sinn, hefur svipað yfirbragð og fyrri dagbækur VIRK en hefur tekið nokkrum breytingum sem miða allar að því að auðvelda þeim sem hana nota að skrásetja líðan sína og áfangana sem þeir ná í starfsendurhæfingunni. Þá er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa 6 litasíður í dagbókinni sem eru prentaðar á þykkri pappír.

Einstaklingar í þjónustu VIRK eru hvattir til þess að nota dagbókina til auka starfsgetu sína og lífsgæði og nýta sér hvernig hún er markvisst byggð upp til að auðvelda markmiðssetningu og til hvatningar einstaklingnum.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband