Fara í efni

Beðið eftir þjónustu

Til baka

Beðið eftir þjónustu

Fyrsta þjónustumyndband VIRK Beðið eftir þjónustu er komið í loftið á íslensku og með enskum og pólskum texta. Í myndbandinu er farið yfir hvað einstaklingur þarf að gera eftir að læknir hefur sent inn beiðni um starfsendurhæfingu.

Helstu atriðin í þessum hluta ferlisins eru skýrð út ásamt því að undirstrikuð eru grundvallaratriði eins og að til þess að eiga rétt á þjónustu VIRK þarf einstaklingur að vera með vottaðan heilsubrest og beiðni læknis um þjónustu hjá VIRK og að VIRK kemur ekki að framfærslu einstaklinga.

Starfsfólk VIRK og hönnuðir auglýsingastofunnar PIPARs unnu myndbandið í sameiningu. Finna má myndbandið á Beðið eftir þjónustu og á Youtuberás VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband