Fara í efni

Ávinningur atvinnulífsins af stigvaxandi endurkomu til vinnu

Til baka

Ávinningur atvinnulífsins af stigvaxandi endurkomu til vinnu

Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar fjallar um mikilvægi snemmbærar og stigvaxandi endurkomu til vinnu fyrir einstaklinga og atvinnulífið í grein sinni í ársriti VIRK.

Hún segir ljóst vera að atvinnurekendur þurfi á næstu árum að bregðast við vaxandi áskorunum sem fylgi hækkandi aldri vinnuaflsins en búast megi við að aldurshækkuninni fylgi aukning á endurteknum, krónískum eða sveiflukenndum einkennum sem munu hafa áhrif á vinnugetu starfsfólks.

„Vinnuveitendur þurfa þar af leiðandi að bregðast við með því að gera starfsmönnum sínum kleift að vera áfram í vinnunni þrátt fyrir skerta starfsgetu og einnig auðvelda þeim endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys.“ segir Jónína í greininni en bendir á að endurkoma til vinnu eftir langtíma veikindi geti reynst einstaklingum mjög erfið.

Hún greinir frá rannsóknum sem sýna að stigvaxandi endurkoma til vinnu auki möguleika starfsfólks á að snúa aftur til vinnu og sýnir fram á það í greininni hvernig bæði vinnuveitendur og starfsmenn geta notið góðs af stigvaxandi endurkomu til vinnu.

Sjá grein Jónínu hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband