Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2013
Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2013
Nú fer senn að líða að ársfundi VIRK
Starfsendurhæfingarsjóðs sem verður haldinn þann 11. apríl á Grand hótel. Dagskráin er tvískipt. Fyrir hádegi fara fram hefðbundin ársfundarstörf krydduð
með fyrirlestrum um starfsendurhæfingu. Eftir hádegi sláum við síðan upp fagráðstefnu með þemanu „Að meta getu til starfa –
Hvað skiptir máli?“ Ársfundurinn er öllum opinn en einnig er
hægt að taka einungis þátt í fagráðstefnunni eftir hádegi, frá kl. 13:00 – 16:20.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fagráðstefnu hér
Aðal fyrirlesari ársfundarins og ráðstefnunnar er Mansel Aylward frá Cardiff háskóla í
Bretlandi
Mansel Aylward er einn af þeim sem þróuðu PCA (Personal Capability Assessment) matið sem er m.a.
notað í dag af Tryggingastofnun ríkisins við mat á örorku og var almennt viðurkennt sem eitt það besta í heimi. PCA matið, sem var
kynnt til sögunnar í Bretlandi árið 1995, hefur þó þann galla að það tekur ekki nægjanlegt tillit til þess að starfsgeta
byggist ekki síður á persónulegum, sálfræðilegum og félagslegum þáttum en læknisfræðilegum. Í Bretlandi er
nú verið að endurskoða PCA matið samfara því að hleypa af stokkunum nýrri nálgun varðandi heilsu, vinnu og vellíðan með
áherslu á þverfaglega nálgun sem m.a. byggist á líf-sál-félagslegri nálgun. Fyrirlestur Mansel mun fjalla um PCA matið og
þær spennandi breytingar sem eru að eiga sér stað í Bretlandi.
Aðrir fyrirlesarar eru Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar VIRK, Guðmundur Björnsson, endurhæfingar- og
trúnaðarlæknir, Haraldur Jóhannsson, yfirlæknir læknisfræðilegrar ráðgjafar hjá TR og Vigdís Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri VIRK.
Nánari upplýsingar um dagskrá fagráðstefnunnar er að finna hér
Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundarins er að finna hér