Fara í efni

Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2013

Til baka

Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs 2013

Nú fer senn að líða að ársfundi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sem verður haldinn þann 11. apríl á Grand hótel. Dagskráin er tvískipt. Fyrir hádegi fara fram hefðbundin ársfundarstörf krydduð með fyrirlestrum um starfsendurhæfingu. Eftir hádegi sláum við síðan upp fagráðstefnu með þemanu „Að meta getu til starfa – Hvað skiptir máli?“ Ársfundurinn er öllum opinn en einnig er hægt að taka einungis þátt í fagráðstefnunni eftir hádegi, frá kl. 13:00 – 16:20.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fagráðstefnu hér

Aðal fyrirlesari ársfundarins og ráðstefnunnar er Mansel Aylward frá Cardiff háskóla í Bretlandi 
Mansel Aylward er einn af þeim sem þróuðu PCA (Personal Capability Assessment) matið sem er m.a. notað í dag af Tryggingastofnun ríkisins við mat á örorku og var almennt viðurkennt sem eitt það besta í  heimi. PCA matið, sem var kynnt til sögunnar í Bretlandi árið 1995, hefur þó þann galla að það tekur ekki nægjanlegt tillit til þess að starfsgeta byggist ekki síður á persónulegum, sálfræðilegum og félagslegum þáttum en læknisfræðilegum. Í Bretlandi er nú verið að endurskoða PCA matið samfara því að hleypa af stokkunum nýrri nálgun varðandi heilsu, vinnu og vellíðan með áherslu á þverfaglega nálgun sem m.a. byggist á líf-sál-félagslegri nálgun. Fyrirlestur Mansel mun fjalla um PCA matið og þær spennandi breytingar sem eru að eiga sér stað í Bretlandi. 

Aðrir fyrirlesarar eru Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar VIRK, Guðmundur Björnsson, endurhæfingar- og trúnaðarlæknir, Haraldur Jóhannsson, yfirlæknir læknisfræðilegrar ráðgjafar hjá TR og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK.

Nánari upplýsingar um dagskrá fagráðstefnunnar er að finna hér
Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundarins er að finna hér


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband