Fara í efni

Ársfundur VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs

Til baka

Ársfundur VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur VIRK  var haldinn þriðjudaginn 12. apríl sl.  Á fundinum voru haldin tvö erindi auk hefðbundinna dagskrárliða á ársfundi.  Tvær breytingar voru samþykktar á skipulagsskrá þar á meðal var nafni sjóðsins breytt úr "Starfsendurhæfingarsjóður" í "VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður".  Tveir nýir aðilar komu inn sem aðalmenn í stjórn VIRK, þeir Stefán Einar Stefánsson sem fulltrúi ASÍ og Hallur Páll Jónsson sem fulltrúi Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga.  Sjá nánari upplýsingar um skipun stjórnar hér.

Í framhaldi af ársfundi var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórn skipti með sér verkum.  Formaður stjórnar næsta starfsárið verður Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB og varaformaður verður Ágústa H. Gústafsdóttir frá fjármálaráðuneytinu.   Í framkvæmdastjórn verða Elín Björg Jónsdóttir, Ágústa H. Gústafsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson, Hannes G. Sigurðsson og Sigurður Bessason.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband