Fara í efni

Árangur í starfsemi VIRK

Til baka
Mynd : Fjöldi stöðugilda  á launum hjá vinnuveitanda, á atvinnuleysisbótum og námslánum við inn- og …
Mynd : Fjöldi stöðugilda á launum hjá vinnuveitanda, á atvinnuleysisbótum og námslánum við inn- og útskrift frá VIRK

Árangur í starfsemi VIRK

Þjónusta VIRK er ætluð einstaklingum með skerta starfsgetu vegna heilsubrests sem stefna markvisst aftur að þátttöku á vinnumarkaði. Auk þess þurfa þeir að hafa bæði vilja og getu til að taka virkan þátt í eigin starfsendurhæfingu.
Tveir af mörgum árangursmælikvöðrum okkar í starfseminni er hversu fljótt við náum til einstaklinga sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda og hve vel okkur tekst að styðja fólk aftur í launað starf á vinnumarkaði. Til þess að ná góðum árangri er mikilvægt að ná til einstaklinga áður en þeir fjarlægjast vinnumarkaðinn til lengri tíma. 

Ef skoðuð er þróun framfærslu einstaklinga á milli ára hjá VIRK  þá hefur þeim fjölgað á milli ára sem koma inn og útskrifast með laun á vinnumarkaði. Þetta er vísbending um að við erum að ná fyrr til fólks í  veikindafjarvist, það er á meðan það er enn á veikindalaunum og það skilar sér í aukinni útskrift fólks í launaða vinnu. Annað sem bendir til þess að við séum að ná fyrr til  einstaklinga er að þeim fækkar hlutfallslega sem komnir  eru það langt í sínum veikindum að veikindalaun eru uppurin og eru farnir að fá bætur frá sjúkrasjóðum stéttarfélaganna. Á myndinni er búið að taka út yfirlit um þróun fjölda stöðugilda með laun á vinnumarkaði, á atvinnuleysisbótum og námslánum við inn- og útskrift frá VIRK  á árunum 2009-2011, þar sem þessir framfærsluflokkar eru gjarnan settir sem viðmið við útskrift um að fólk sé komið með aukna starfsgetu. Þessi ánægjulega þróunin á milli ára er ánægjuleg í ljósi þess að VIRK leggur áherslu á að koma snemma að málum. Þetta bendir til þess að kynningar á starfsemi VIRK í nánu samstarfi við sjúkrasjóði stéttarfélaga  á vinnustöðum, fræðsla fyrir trúnaðarmenn, stjórnendur og í heilbrigðiskerfinu sé að ná eyrum æ fleiri aðila sem eiga hagsmuna að gæta í sambandi við starfsendurhæfingu. Enn sem komið er eru stéttarfélög öflugasti tilvísunaraðili fyrir fólk í þjónustu VIRK.
Árið 2009 var hlutfall þeirra sem komu til VIRK og voru með framfærslu af endurhæfingarlífeyri 7,6% en árið 2011 fór hlutfallið í 3,7%. Þetta bendir einnig til  þess að  við séum að ná fyrr til fólks og auka líkur á að endurhæfingarlífeyririnn sé raunverulega nýttur til starfsendurhæfingar.  Ráðgjafar VIRK hafa á þessu tímabili sem sjóðurinn hefur starfað útbúið 763 nýjar endurhæfingaráætlanir og að auki gert hundruð framlengdra endurhæfingaráætlana. Endurhæfingaráætlanir eru gerðar fyrir TR og þátttakendur í starfsendurhæfingu.  Þær hafa verið gerðar a.m.k. einu sinni fyrir um  22% þátttakenda sem hafa komið til VIRK, sem hafa þá verið á endurhæfingarlífeyri ýmist allan tímann eða hluta tímans hjá VIRK. Stefnt er að þvi að þegar fólk útskrifast frá VIRK sé það ekki á endurhæfingarlífeyri heldur komið í launað starf ef mögulegt er.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband