Áhugaverðri ráðstefnu lokið
Áhugaverðri ráðstefnu lokið
Ráðstefnan "Virkjum fjölbreyttari mannauð", var haldin var 9. og 10. nóvember s.l. Ráðstefnuna sóttu meira en 200 þátttakendur
og voru þar flutt mörg áhugaverð erindi.
Undir yfirskriftinni "Atvinna fyrir alla" voru kynnt verkefni frá Norðulöndum og Íslandi sem flest fjölluðu um hvernig er hægt að aðstoða fólk
við að fara aftur í vinnu eftir langtíma atvinnuleysi eða fjarveru frá vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu.
Kynntar voru aðferðir sem notaðar eru í Noregi og Danmörku til að virkja ungt fólk til að komast aftur út á vinnumarkaðinn og
sérfræðingur frá Europien Social Network fjallaði um sama efni. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfingarsjóðs kynnti starfsemi VIRK og Stefán Ólafsson prófessor hjá HÍ kynnti athyglisverðar tölur m.a. um hlutfall
öryrkja sem hafa mikinn áhuga á því að taka þátt í atvinnulífinu.
Hægt er að nálgst kynningu Vigdísar hér.
Í lok ráðstefnu voru síðan fjórar mismunandi "Work shop" sem fólk gat valið sig á. Þessar vinnustofur fjölluðu um langvarandi
atvinnuleysi og hvernig hægt er að fyrirbygga það, samvinnu milli fagaðila, unga atvinnuleytendur, og síðasti hópurinn fjallaði um
þáttöku atvinnulífsins og hvernig hægt væri að auka virknina þar. Í síðastnefnda vinnuhópnum var skipt upp í hópa
sem fjölluðu nánar um þennan þátt og þau atriði sem komu fram þar verða kynnt hér á síðunni síðar.