Fara í efni

12.000 leitað til VIRK

Til baka
Rekstrarkostnaður og ávinningur
Rekstrarkostnaður og ávinningur

12.000 leitað til VIRK

Í júlílok hafa alls 12.000 einstaklingar leitað til VIRK frá stofnun starfsendurhæfingarsjóðsins árið 2008 og 2.200 einstaklingar eru nú í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um allt land. Tæplega 6.900 manns hafa útskrifast/lokið starfsendurhæfinguþjónustu.

Rúmlega 70% þeirra einstaklinga sem hafa lokið þjónustu hjá VIRK eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám. Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK - fjárhagslegur og samfélagslegur - er mjög mikill þar sem hún hefur á undanförnum árum skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði. 

Þetta hafa utanaðkomandi aðilar staðfest en undanfarin fjögur ár hefur Talnakönnun HF metið ávinninginn af starfsemi VIRK. 13,6 miljarða ávinningur var af starfseminni 2016 og reiknaður meðalsparnaður á hvern útskrifaðan einstakling jókst milli ára, var 12,2 milljónir en 10 milljónir árin 2013-2015 - sjá nánar hér

Þá sýna þjónustukannanir VIRK að þátttakendur eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu.

Sjá nánari upplýsingar í samantekt um VIRK sem finna má hér.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband