Fara í efni

Hver ert þú?

Til að þú getir áttað þig á hvernig starf hentar þér þarft þú að skerpa hugmyndir þínar um hver þú ert og hvað þig langar að gera. Hér getur þú skoðað viðhorf þín til vinnu og starfa, styrkleika þína, færni og hagnýt atriði sem skipta þig máli. Þú getur skrifað niður starfsreynslu, menntun og framtíðardraumana sem hafa áhrif á starfsval þitt og fundið út hvaða störf þér finnast áhugverðust. Frekari skýringar í þessu kynningarmyndbandi.

Styrkleikar

Í störfum og félagslífi notar þú ákveðna styrkleika sem geta ráðist af persónuleika þínum eða verið áunnir. Þeir ákvarða að einhverju leiti hvernig þú ert og hvað þér fellur vel að gera.

Færni

Í fyrri störfum og lífinu almennt hefur þú öðlast ýmiskonar færni sem þú getur nýtt þér við mismunandi aðstæður.

Viðhorf

Í lífinu myndum við okkur margvísleg viðhorf og gildi sem hafa áhrif á stöðu okkar og ákvarðanir. Við höfum ákveðin viðhorf til vinnunnar, starfa og fyrirtækja.

Praktísk atriði

Huga þarf að ýmsum praktískum atriðum þegar velja á starf. Þessi atriði breytast eftir aðstæðum og því gott að gera sér grein fyrir hver þau eru nú.

Áhugaverð störf

Þegar okkur finnst gaman í vinnunni líður okkur vel. Það er því mikilvægt fyrir þig að átta þig á hvað þér finnst skemmtilegt og áhugavert að gera.

Framtíðardraumar

Flest eigum við okkar framtíðardrauma og viljum færast í áttina að þeim.

Starfsreynsla og menntun

Starfsreynsla og menntun hafa áhrif á hver þú ert og hvað þú hefur fram að færa.

Niðurstöðunum getur þú safnað á þitt einkasvæði og dregið þar upp sterka mynd af þér sem þú getur síðan notað til að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð þína. Eða þú getur unnið hvert verkefni fyrir sig og skoðað niðurstöður úr því. 

Click on Translation in the top-right corner on your computer or down below on your mobile for other languages. It will not be perfect but useful. / Kliknij w tłumaczenie w prawym górnym rogu aby wybrać język angielski lub inny. Nie będzie ono perfekcyjne ale przydatne.

Efnið Í Hver ert þú? hannaði Líney Árnadóttir náms- og starfsráðgjafi út frá hugmyndafræði og verkefnum Norman E. Amundson og Gray Poehnell sem er sett fram m.a. í Career Pathways/Stefnt að starfsframa. Einnig er stuðst við áhugasvið John Holland og flokkun starfa hjá O*net OnLine. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband