Fara í efni

Nýir þjónustuaðilar teknir inn fjórum sinnum á ári

Til baka

Nýir þjónustuaðilar teknir inn fjórum sinnum á ári

Frá og með 1. janúar 2020 mun úrræðateymi VIRK afgreiða umsóknir þeirra sem hafa áhuga á að verða þjónustuaðilar hjá VIRK eingöngu fjórum sinnum á ári; í febrúar, maí, ágúst og nóvember.

Áhugasamir eru beðnir að skoða vel viðmið fyrir þjónustuaðila VIRK áður en umsókn er send inn og hafa í huga að öll umbeðin gögn þurfa að fylgja svo hægt sé að afgreiða hana. Allar umsóknir þurfa að berast í rafrænu kerfi VIRK - sjá nánar hér.

Ætlast er til þess að samþykktir þjónustuaðilar sæki fræðslu hjá VIRK áður en formlegt samstarf hefst. Þar verður farið yfir hagnýt atriði er varða samstarfið.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband