Fara í efni

Streitustiginn – myndband!

Til baka

Streitustiginn – myndband!

VIRK hefur gefið úr myndband um Streitustigann sem lýsir hvernig streita getur þróast og hvernig hægt er að bregðast við.

Streitustiginn nýtist vinnustöðum til að greina hvort streita er til staðar, hversu alvarleg hún sé og til að velja leiðir til úrbóta í framhaldinu, ef þarf.

Streitustiginn kemur úr bókinni Stop stress – håndbog for ledere (2016) eftir vinnusálfræðinginn Marie Kingston og Malene Friis Andersen. VIRK þýddi Streitustigann með leyfi Marie og útbjó bækling sem hefur farið víða – sjá allt um Streitustigann á velvirk.is.

Nýverið gaf VIRK út myndband þar sem sálfræðingar VIRK, þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, fara með okkur í ferðalag og lýsa hverju þrepi Streitustigans fyrir sig – sjá myndbandið hér.

Þá var Marie Kingston aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni um streitu á vinnustöðum sem haldinn var 18. maí. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og upptöku af henni má finna hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband