Stöndum með þolendum
Stöndum með þolendum
VIRK og heildarsamtök stéttarfélaga hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Þetta er gert í áframhaldandi af vitundarvakningu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni á vinnustöðum sem VIRK hóf fyrir ári síðan.
Verkefninu var hrundið úr vör með málstofu fyrir starfsfólk stéttarfélaganna og VIRK sem bar yfirskriftina Stöndum með þolendum - Hvernig tökum við á móti þolendum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis og áreitni á vinnustað sem haldin var 10. október sl.
Auk margra áhugaverðra innleggja, einsog sjá má á dagskránni hér að neðan, þá var kynnt á málstofunni leiðbeinandi verklag fyrir starfsfólk stéttarfélaga um móttöku þolenda kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og/eða ofbeldis í vinnuumhverfi.
Í því felst m.a. að starfsfólk stéttarfélaga getur boðið upp á vegvísissamtal hjá ráðgjafa VIRK sem hefur hlotið sérstaka þjálfun til þess en ráðgjafar VIRK eru með bakgrunn í heilbrigðis- eða félagsvísindum auk þess að vera þjálfaðir í samskiptum og viðtalstækni.
Um er að ræða viðbótarþjónustu hjá VIRK, sem mun ekki aðeins standa þjónustuþegum VIRK til boða heldur verður öllum opin, þegar opnað verður á hana þegar þjálfun ráðgjafa hefur verið lokið.
Dagskrá málstofu 10. október 2023
Inngangserindi
Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í ljósi kynjaðra og samtvinnaðra valdatengsla í samfélaginu
Finnborg Salome Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við stjórnmálafræðideild HÍ
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands
Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aktívisti og doktorsnemi
Öryggi á vinnustöðum - reglur um kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi
Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB
Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar
Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ´78
Móttaka þolenda, leiðbeiningar
Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögfræðingur ASÍ
María Þóra Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri VIRK
Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart innflytjendum
Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu innflytjenda hjá ASÍ
Áföll og áfallasamtalið
Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítalans
Samantekt á deginum
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Halldór Oddson sviðssjtóri ASÍ og Guðleif Birna Leifsdóttir ráðgjafi VIRK hjá BHM
Málstofustjóri var Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur í fræðslumálum hjá BSRB