Fara í efni

Stöndum með þolendum

Til baka
Málstofan var fjölsótt
Málstofan var fjölsótt

Stöndum með þolendum

VIRK og heildarsamtök stéttarfélaga hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Þetta er gert í áframhaldandi af vitundarvakningu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni á vinnustöðum sem VIRK hóf fyrir ári síðan.

Verkefninu var hrundið úr vör með málstofu fyrir starfsfólk stéttarfélaganna og VIRK sem bar yfirskriftina Stöndum með þolendum - Hvernig tökum við á móti þolendum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis og áreitni á vinnustað sem haldin var 10. október sl. 

Auk margra áhugaverðra innleggja, einsog sjá má á dagskránni hér að neðan, þá var kynnt á málstofunni leiðbeinandi verklag fyrir starfsfólk stéttarfélaga um móttöku þolenda kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og/eða ofbeldis í vinnuumhverfi.

Í því felst m.a. að starfsfólk stéttarfélaga getur boðið upp á vegvísissamtal hjá ráðgjafa VIRK sem hefur hlotið sérstaka þjálfun til þess en ráðgjafar VIRK eru með bakgrunn í heilbrigðis- eða félagsvísindum auk þess að vera þjálfaðir í samskiptum og viðtalstækni.

Um er að ræða viðbótarþjónustu hjá VIRK, sem mun ekki aðeins standa þjónustuþegum VIRK til boða heldur verður öllum opin, þegar opnað verður á hana þegar þjálfun ráðgjafa hefur verið lokið.

Dagskrá málstofu 10. október 2023

Inngangserindi
Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í ljósi kynjaðra og samtvinnaðra valdatengsla í samfélaginu
Finnborg Salome Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við stjórnmálafræðideild HÍ

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aktívisti og doktorsnemi

Öryggi á vinnustöðum - reglur um kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi
Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB

Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ´78

Móttaka þolenda, leiðbeiningar
Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögfræðingur ASÍ
María Þóra Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri VIRK

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart innflytjendum
Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu innflytjenda hjá ASÍ

Áföll og áfallasamtalið
Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítalans

Samantekt á deginum
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Halldór Oddson sviðssjtóri ASÍ og Guðleif Birna Leifsdóttir ráðgjafi VIRK hjá BHM

Málstofustjóri var Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur í fræðslumálum hjá BSRB


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband