Fara í efni

Starfsendurhæfing um allt land

Til baka

Starfsendurhæfing um allt land

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur höfuðáherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af aðstæðum þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu VIRK.  Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu um allt land sem í flestum tilfellum eru staðsettir hjá stéttarfélögum og starfa náið með sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Ráðgjafarnir vinna náið með fagfólki á hverju svæði og ræðst því framboð af úrræðum í mörgum tilvikum af þeirri þekkingu sem er til staðar.

Til þess að tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK um allt land kaupir starfsendurhæfingarsjóðurinn þjónustu fagfólks sem er starfandi á hverju svæði fyrir sig. VIRK er með samninga við starfsendurhæfingarstöðvar um allt land sem er liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar á öllu landinu. Á starfsendurhæfingarstöðvunum er boðið upp á heildstæð einstaklingsbundin úrræði sem mæta þörfum einstaklinga í samræmi við matsferil VIRK. Auk starfsendurhæfingarstöðvanna er um að ræða sálfræðinga, sjúkraþjálfara, símenntunaraðila og annað fagfólk sem býður fjölbreytta og faglega þjónustu fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu í kjölfar heilsubrests. Þessir aðilar gegna allir mjög mikilvægu hlutverki í starfsendurhæfingarþjónustu hér á landi. Bæði er um einstaklings- og hópúrræði að ræða en einnig er stuðst við netið til að sinna einstaklingum í dreifðum byggðum. Rík áhersla hefur verið lögð á að bæta aðgengi að slíkum úrræðum um allt land. Ráðgjafar VIRK eiga síðan í góðu samstarfi við atvinnurekendur og stofnanir á sínu svæði.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu þjónustuþætti sem eru til staðar á hverju svæði fyrir sig. Listinn er ekki tæmandi heldur er hann ætlaður að gefa yfirsýn yfir helstu úrræði sem standa einstaklingum í þjónustu VIRK til boða um allt land.
 
Yfirlitið má sjá hér.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband