Fara í efni

Með tromp á hendi frá VIRK

Til baka

Með tromp á hendi frá VIRK

VIRK hefur ýtt úr vör kynningarherferð til að kynna hlutverk og þjónustu á vegum VIRK og stuðla að auknum möguleikum einstaklinga með skerta starfsgetu vegna heilsubrests til þátttöku í atvinnulífinu.

Herferðin samanstendur af sjónvarpsauglýsingum og auglýsingum á vefmiðlum auk þess sem samfélagsmiðlar verða nýttir. Mjög hefur verið vandað til verksins og allrar fagmennsku gætt. Herferðin er afrakstur samstarfs við auglýsingastofuna PIPARTBWA sem vann hugmyndavinnuna með starfsmönnum VIRK, heldur utan um kynningarherferðina og sér um framleiðslu auglýsinganna. 

Vefauglýsingarnar eru brot úr viðtölum við einstaklinga sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK. Þar greina þeir frá því hvernig þeir nýttu sér þjónustu VIRK til að ná árangri og kynna þannig bæði þjónustu og árangur VIRK. Auk þess eru þau fyrirmynd þeirra 2400 einstaklinga sem nú eru í þjónustu VIRK og hvatning þeim sem horfið hafa af vinnumarkaði vegna heilsubrests til þess að leita til VIRK. Sjónvarpsauglýsingarnar eru styttri en í þeim eru einnig einstaklingar sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK. 

Starfsfólk VIRK kann þeim Friðriki Ottó, Elísabetu, Katrínu Björgu, Þresti, Þóru Sif og Hjördísi sem tóku þátt í verkefninu hinar bestu þakkir fyrir. Viðtölin við þau má sjá á vefsíðunni hér og á Youtuberás VIRK og svo er upplagt að gerast vinur VIRK á Facebook hér og fylgjast þannig með gangi mála.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband