Fara í efni

Mannabreytingar hjá VIRK

Til baka

Mannabreytingar hjá VIRK

Svana Rún Símonardóttir og Anna Magnea Bergmann hófu störf nýverið hjá VIRK. Svana Rún sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæði þar sem hún leysir af hólmi Dalrós Jóhönnu Halldórsdóttur sem hverfur til annarra starfa og og Anna Magnea sem læknaritari á rýnideild VIRK.

Svana Rún er félagsráðgjafi frá HÍ og lauk mastersnámi í mannréttindum og félagsráðgjöf við Gautaborgarháskóla. Svana hefur starfað sem félagsráðgjafi síðustu árin bæði í barnavernd og við fjölskyldudeildir. Einnig starfaði hún sem félagsmálastjóri hjá Dalvíkurbyggð í afleysingum í eitt ár.

Anna Magnea er löggiltur læknaritari og starfaði á Heilsugæslu Suðurnesja í 7 ár en hefur unnið síðustu 21 árin bæði á Borgarspítalanum og Landspítalanum á röntgendeild, augndeild og hjarta-og lungnaskurðdeild.

Við þökkum Dalrós Jóhönnu góð störf og bjóðum Svönu Rún og Önnu Magneu velkomnar til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband