Fara í efni

Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða

Til baka

Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða

Í síðustu viku varð frumvarp um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að lögum á Alþingi.  Í þessum lögum er gert ráð fyrir því að atvinnutengd starfsendurhæfing verði einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfi saman eins og kostur er. Allir hlutaðeigandi leitist jafnframt við að skilgreina og sinna hlutverkum sínum með þeim hætti að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði.

Í lögunum er skilgreindur rammi utan um starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og þjónustu þeirra og kveðið á um framlög atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkis til starfsendurhæfingarsjóða.  Almennt má segja að í þessum lögum sé tryggður réttur allra til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar ef þeir uppfylla almenn skilyrði fyrir þátttöku.  Þessi skilyrði snúast um að viðkomandi búi við heilsubrest sem hindri þátttöku á vinnumarkaði, stefni að þátttöku svo fljótt sem verða má og hafi vilja og getu til að taka þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.  Launamenn á vinnumarkaði eru tryggðir með greiðslu iðgjalds frá atvinnurekendum en gerðir eru samningar milli velferðarráðuneytisins og starfsendurhæfingarsjóða um þjónustu við þá sem standa utan vinnumarkaðar. Mótframlag ríkisins mun standa undir kostnaði vegna starfsendurhæfingar þess hóps.

Nánari upplýsingar er að finna á hér á heimasíðu Alþingis.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband