Fara í efni

Kynning VIRK á atvinnulífssýningunni Skagafjörður 2012 Lífsins gæði og gleði

Til baka

Kynning VIRK á atvinnulífssýningunni Skagafjörður 2012 Lífsins gæði og gleði


Dagana 28.-29. apríl var haldin atvinnulífssýning á Sauðárkróki sem bar nafnið  Skagafjörður 2012 Lífsins gæði og gleði. Sýningunni var einkum ætlað að draga fram þann fjölbreytileika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða
í þjónustu, framleiðslu og menningu á glæsilegri sýningu.    

 
Á sýningunni voru um 70 sýningarbásar þar sem á annað hundrað sýnendur tóku þátt og kynntu vörur sínar og þjónustu.
VIRK starfsendurhæfingarsjóður tók þátt í þessum mikla menningarviðburði Skagfirðinga og var með  bás á sýningunni þar sem sýningargestir gátu spurst fyrir og rætt málin. Það voru fjölmargir gestir sem nýttu sér það en áætlað er að á fjórða þúsund gestir hafi sótt sýninguna.
Einnig voru haldnar málstofur í tengslum við sýninguna og voru Svava Jónsdóttir sviðstjóri fyrirtækjasviðs VIRK og Hanna Dóra Björnsdóttir ráðgjafi VIRK á Nv-landi með erindi varðandi Forvarnir og fjarvistastjórnun á vinnustað. Erindið var hugsað sem kynning og hvatning til vinnustaða enda mannauður fyrirtækis eða stofnunar dýrmæt eign sem vert er að hlúa að. Heiti sýningarinnar Lífsins gæði og gleði endurspeglaðist í stemningunni sem ríkti þessa helgi og er til vitnisburðar um að í samfélaginu búi kraftur og gleði sem virkja þurfi áfram.

Nánari umfjöllun um sýninguna:
Á feykir.is http://www.feykir.is/archives/50841
RÚV http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/28042012/lifsins-gaedi-og-gledi-i-skagafirdi

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband