Fara í efni

Fjölbreyttir fræðsludagar

Til baka

Fjölbreyttir fræðsludagar

Ráðgjafar VIRK, starfsfólk starfsendurhæfingarsviðs og sérfræðingar í mats- og rýniteymum sóttu haustfræðslu VIRK sem haldin var 6.-7. október í Reykjavík. Fræðslu, þjálfunar og mannauðsmáladeild VIRK hafði veg og vanda af skipulagningu fræðsludaganna og fjölbreyttri dagskrá þeirra.

Á fyrra degi fræðslunnar ræddu samstarfsaðilar okkar þau Sverrir Óskarsson stjórnsýslufræðingur og félagsráðgjafi hjá TR, Laufey Gunnlaugsdóttir deildarstjóri ráðgjafasviðs hjá Vinnumálastofnun og Þóra Kemp deildarstjóri hjá félagsþjónustunni um hlutverk stofnanna sinna og samstarfið við VIRK. Þá var boðið upp á áhugaverða fyrirlestra: Þórey Edda Heiðarsdóttir sálfræðingur fjallaði um sjálfsvígshugsanir og viðbrögð og Brynjar Emilsson fjallaði um persónuleikaraskanir. Stjórnendur á starfsendurhæfingarsviði kynntu ný gæðaskjöl útfrá starfsendurhæfingarferlinu og síðan unnu öll teymin saman í kröftugri hópavinnu. Fyrri degi fræðslunnar lauk með móttöku hjá Forseta Íslands á Bessastöðum.

Á seinni degi fræðslunnar reifuðu stjórnendur verkefni VIRK og viðfangsefni. Síðan tók við stefnumótun VIRK með ráðgjöfum sem var í umsjón Attentus - mannauði og ráðgjöf. Ásdís Olsen sló síðan botninn í fræðsludagana með erindi um Mindfulness með viðeigandi æfingum.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband