Fróðlegur fræðsludagur
Til baka
12.12.2014
Fróðlegur fræðsludagur
Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK komu saman í vikunni, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra og fóru yfir verkefnin framundan.
Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun leiddi vinnustofu um hlutverk ráðgjafa þar sem m.a. var rætt um hvaða eiginleikum góður ráðgjafi sé gæddur og hvernig sé hægt að gera enn betur. Þá fjallaði Ragnheiður Aradóttir frá ProCoaching um mikilvægi liðsheildarinnar, hvernig öflug samvinna og samheldni og jákvæðni auðveldar starfið.
Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK mættu vel víða af landinu á fræðsludaginn, þrátt fyrir ófærð og vetrarveður vond og nutu ánægjulegrar samvistar daglangt.