Fara í efni

Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri

Til baka

Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði á netinu fimmtudaginn 29. október undir yfirskriftinni „Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri“.

Morgunfundinum var streymt á vefnum - sjá upptöku af fundinum hér. 

Dagskrá

Fjarvinnan og framtíðin - Lífið í miðju stormsins
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðsstjóri Advania

Kóvít-19 hefur ýtt stjórnendum út í breytingar - Afleiðingar og lærdómur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild HÍ og rithöfundur.

Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK stjórnaði fundinum.

Morgunfundurinn, sem streymt var á vefsíðum stofnananna þriggja, er sá sjötti í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband