Fara í efni

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg?

Til baka
Frummælendur og fundarstjóri
Frummælendur og fundarstjóri

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg?

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit Ríkisins gengust fyrir morgunfundi um heilsueflandi vinnustaði undir yfirskriftinn Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí.

Aðallfyrirlesarinn á velsóttum morgunfundinum var Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði sem fjallaði um jákvæða heilsu og vinnustaði. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Embætti landlæknis ræddi hvernig gera megi betur í heilsueflingu - sjá glærur hér -  og Jóhann F. Friðriksson frá Vinnueftirlitinu fjallaði um mikilvægi fjárfestingar í heilsu starfsmanna. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK, stýrði fundinum. Sjá streymið af fundinum hér.

Morgunfundurinn var sá fyrsti í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Henning Bang, doktor í sálfræði sem sérhæfir sig í teymisvinnu, verður aðalfyrirlesari á næsta morgunfundi um heilsueflingu á vinnustöðum sem haldinn verður þann 12. september. Nánari upplýsingar þegar nær dregur. 


Fréttir

14.01.2025
19.12.2024

Hafa samband