Fara í efni

VIRK styrkir úrræði sem vinna með þolendum ofbeldis

Til baka
Við afhendingu styrkjanna í desember.
Við afhendingu styrkjanna í desember.

VIRK styrkir úrræði sem vinna með þolendum ofbeldis

Stjórn VIRK ákvað í desember að veita sérstaka styrki til 6 úrræða um allt land sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu.

Hvert þessara úrræðanna fékk þriggja milljón króna styrk frá VIRK og munu síðan geta sótt um styrki á næsta ári líka samkvæmt reglum sem verða mótaðar í byrjun nýs árs: 

VIRK veitir árlega jólastyrk til góðra verkefna og ákveðið var að þessu sinni að styrkja verkefnið „Heimilisfriður“ sem er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum um eina milljón króna.

Í verkefninu er gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum boðin meðferð og einnig er lögð áhersla á að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. Sjá nánar á heimilisfridur.is.

Þessar styrkveitingar tengjast báðar „Það má ekkert lengur“ vitundarvakningu VIRK sem hefur vakið mikla athygli og vakið fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Styrkveitingarnar eru einnig liður í því að efla samstarfið milli VIRK og þeirra sem starfa að þessum mikilvæga málaflokki með það að markmiði að bæta heildarþjónustu við þjónustuþega VIRK og auka samvinnu og samstarf ólíkra aðila innan velferðarkerfisins.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband