Fara í efni

Tilraunaverkefni VIRK og Félagsþjónustu Reykjavíkur

Til baka

Tilraunaverkefni VIRK og Félagsþjónustu Reykjavíkur

VIRK og Félagsþjónusta Reykjavíkur ætla að fara að stað með prufuverkefni með 30 einstaklingum sem eru á vegum Félagsþjónustunnar. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK fara markvisst yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir með það í huga að greina hvaða þjónusta er talin nauðsynleg fyrir þessa einstaklinga. Fyrirhugað er að samstarfið hefjist í apríl.

Markmiðið með verkefninu er að skoða hóp einstaklinga sem hafa klárað rétt sinn til atvinnuleysisbóta m.t.t. hvort þeir þurfi markvissari aðstoð við að komast út á vinnumarkað. Markmiðið er einnig að byggja upp gott samstarf milli Félagsþjónustunnar og VIRK. Byrjað verður á prufuverkefni með 30 einstaklinga sem eru á vegum Félagsþjónustunnar. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu, læknir og sálfræðingur á vegum VIRK ásamt félagsráðgjafa frá Félagsþjónustunni fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir með það í huga að greina hvaða þjónusta er talin nauðsynleg fyrir einstaklingana.  VIRK mun einnig nýta þetta verkefni til að prófa og þróa áfram verkfærið „Mat á raunhæfi starfsendurhæfingar“ sem hefur verið í þróun hjá VIRK undanfarna mánuði.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband