Fara í efni

Nýtt húsnæði fyrir matsteymi VIRK

Til baka
Stórhöfði 27
Stórhöfði 27

Nýtt húsnæði fyrir matsteymi VIRK

Margir af einstaklingum í þjónustu VIRK fara á einhverjum tímapunkti í mat hjá sérfræðingum sem meta ítarlega stöðu þeirra og möguleika.  Slíkt mat getur átt sér stað í upphafi ferils til þess að skoða hvort starfsendurhæfing sé raunhæf, í miðju ferli þar sem lagðar eru upp árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu og í lok ferils til þess að meta starfsgetu einstaklinga.

Þessi möt eru framkvæmd af aðkeyptum sérfræðingum, s.s. læknum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og félagsráðgjöfum.  Aðstaða fyrir mötin á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu leyti verið í Guðrúnartúni 1.   Sú aðstaða hefur ekki staðið undir eftirspurn síðustu mánuði og var því ákveðið að leigja stærra húsnæði fyrir þessa þjónustu.  Í lok þessa mánaðar mun opna ný aðstaða fyrir mötin að Stórhöfða 27 í Reykjavík.  Með þessari nýju aðstöðu verður öll umgjörð matsins betri sem mun skila sér í aukinni og betri þjónustu fyrir einstaklinga sem leita til VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband