Fara í efni

Nýir ráðgjafar VIRK

Til baka

Nýir ráðgjafar VIRK

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nú um mánaðarmótin. Eymundur G. Hannesson fyrir VR og Berglind Kristinsdóttir fyrir Eflingu.

Eymundur útskrifaðist úr fjögurra ára starfsréttindanámi í félagsráðgjöf vorið 2003 og hefur unnið sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg síðan. Hann sinnti þar auk almennrar félagsráðgjafar teymisstjórn og var húsnæðisfulltrúi í Breiðholti. Áður vann Eymundur ýmis störf, td. sem sjómaður, við bifreiðaþjónustu um árabil, hótelstörf o.fl. Eymundur lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1981 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1999.

Berglind útskrifaðist frá Iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn í janúar 1998. Eftir útskrift starfaði hún á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Hún vann við endurhæfingu fólks með taugasjúkdóma á Sjálfsbjargarheimilinu í  9 ár. Árið 2005 lauk hún sérskipulögðu B.Sc. námi iðjuþjálfa frá Háskólanum á Akureyri. Frá 2008 vann hún í Ljósinu endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Berglind lauk markþjálfanámi hjá Evolvia  2013.

Við bjóðum þau bæði velkomin til starfa og óskum þeim velfarnaðar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband