Fara í efni

Nýir ráðgjafar

Til baka

Nýir ráðgjafar

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nú í vor. Þóra Friðriksdóttir fyrir Hlíf og Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir fyrir stéttafélögin á Reykjanesi.

Ingibjörg lauk námi í iðjuþjálfunarfræðum frá háskólanum á Akureyri vorið 2013. Að lokinni útskrift hóf hún störf í Björginni- Geðræktarmiðstöð Suðurnesja og starfaði þar fram í febrúar 2014. 

Þóra hefur lokið meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ., B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands og Waldorfkennslufræði frá Rudolf Steiner Högskolan, Järna, Svíþjóð. Einnig er hún með Diplóma í uppeldis- og menntunarfræðum frá Menntavísindasviði HÍ.

Áður en Þóra hóf störf hjá VIRK starfaði hún við náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna hjá Mími- símenntun í rúmlega þrjú ár. Þar áður starfaði Þóra við í grunnskóla hér á landi og í Waldorfskóla og sérskóla fyrir fyrir einhverfa unglinga í Svíþjóð.

Við bjóðum þær velkomnar til starfa.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband