Fara í efni

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar

Til baka

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar

VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi fimmtudaginn 25. febrúar kl. 8.15-10:00. Upptöku af fundinum má sjá hér.

Umfjöllunarefni fundarins var líðan starfsfólks á vinnumarkaði og leiðir til að efla velsæld á tímum Covid, hvað vinnustaðir geti gert til að bæta líðan starfsfólks.

Dagskrá

Líðan fullorðinna Íslendinga 2020 - var hún öðruvísi en árin á undan? Hvað getum við gert til að bæta hana frekar?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri hjá embætti landlæknis

Orðin í verki – öflug framlína í fyrirrúmi. Vegferðin að velferðarþjónustu Samkaupa
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum

Vellíðan í leik og starfi
Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Ísal.

Gunnhildur Gísladóttir verkefnisstjóri hjá Vinnueftirlitinu stjórnaði fundinum.

Morgunfundurinn, sem streymt var á vefsíðum stofnananna þriggja, var sá sjöundi í fundaröðinni um heilsueflingu á vinnustöðum og hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. 

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Næsti morgunfundur um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn í maí.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband