Fara í efni

Kulnun: Staðreyndir og mýtur

Til baka

Kulnun: Staðreyndir og mýtur

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og VIRK bjóða upp á opna málstofu um kulnun og staðreyndir og mýtur hvað málefnið varðar þann 15. febrúar n.k.

Dr. Wilmar Schaufeli heldur erindi og einnig verða Guðrún Rakel Eiríksdóttir og Berglind Stefánsdóttir, verkefnastjórar hjá VIRK, með erindi þar sem þær bregða ljósi á stöðuna á Íslandi hvað varðar algengi kulnunar á vinnumarkaði, en könnun um málefnið var lögð fyrir haustið 2023 og var samstarfsverkefni VIRK og HR. Boðið verður upp á pallborðsumræður.

Málstofan fer fram í stofu V101 í HR, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14:30 - 16:30.

Athugið að vegna mikillar þátttöku hefur verið lokað fyrir skráningu en hægt verður að fylgjast með á zoom: https://eu01web.zoom.us/j/65685093384 

Dagskrá

Kulnun: Staðreyndir og mýtur
Dr. Wilmar Schaufeli, prófessor emeritus í vinnu- og skipulagssálfræði við Utrecht háskóla í Hollandi og rannsóknarprófessor við KU Leuven í Belgíu.

Algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði
Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, hafa frá 2020 unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni um kulnun og stýra Þekkingarsetri VIRK um kulnun í starfi.

Pallborðsumræður
Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri VIRK
Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri VIRK
Margrét Ólafía Tómasdóttir, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Fundarstjóri: Linda Bára Lýðsdóttir, lektor og forstöðumaður Msc náms í klínískri sálfræði við HR

Sjá nánar á vef HR og viðburðinn á Facebook.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband