Fara í efni

Í veikindafjarvist er sambandið við vinnustaðinn mikilvægt

Til baka

Í veikindafjarvist er sambandið við vinnustaðinn mikilvægt

Í ársriti VIRK 2012 er viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur ráðgjafa.sem starfar  fyrir Rafiðnaðarsambandið, VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag hársnyrtisveina, Matvís og Félag mjólkurfræðinga. Á þeim tæpu þremur árum sem hún hefur  verið í ráðgjafastarfinu hafa margir leitað til hennar og stór hópur hefur náð árangri og snúið aftur til starfa, hvort sem um er að ræða fyrra starf eða nýjan starfsvettvang.

Sigrún segir að vinnan sé alltaf aðalmarkmiðið og telur að ekkert sé eins gefandi og skemmtilegt og þegar fólk nær árangri og kemst aftur til vinnu. Hún segir að það sé „afar mikilvægt að fólk komist aftur til vinnu þótt það sé einungis í hlutastarf til að byrja með. Þó að fólk geti ekki sinnt sínu gamla starfi er það ekki endilega óvinnufært. Hugsanlega getur viðkomandi tekið að sér léttara starf eða minna starfshlutfall. Hún segir að auðveldara sé  fyrir fólk að komast aftur til vinnu að loknum veikindum ef það hefur vinnusamband. Samband við vinnustaðinn sé  því afar mikilvægur þáttur sem þarf að hlúa að og auðveldara sé fyrir  fólk að fara til vinnu aftur ef vinnutengslin eru sterk. Starfsmaður á því að halda eins miklu sambandi við sinn vinnustað og hann getur á meðan á veikindafjarvist stendur og vinnustaðurinn á að hafa samband við sitt fólk reglulega. Hún segir að það sé  mikilvægt að geta komið til baka til vinnu og fengið að byrja rólega í minna starfshlutfalli eða með taka að sér léttari verkefni sé þess þörf.  Lesið meira um viðtalið við Sigrúnu og fleiri með því að ýta á þennan link http://virk.is/static/files/VIRK_arsrit_2012.pdf.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband