Fara í efni

Góð ráð á vefnum

Til baka

Góð ráð á vefnum

Hér á vefsíðu VIRK, á velvirk.is og á asi.is má finna mikið af efni sem einstaklingar geta nýtt sér til að takast á við atvinnuleysi og atvinnuleit.

Á vef VIRK má finna á Aftur í vinnu góð ráð og verkfæri fyrir atvinnuleit ásamt gagnvirka sjálfshjálparefninu Hvert ert þú? sem nýtist til að styrkja sjálfsmyndina og skoða hvert maður vill stefna í starfi eða á starfsvettvangi. Þar má einnig finna safn virkniúrræða sem styðja við og auka virkni.

Á velvirk.is hefur verið sett í loftið undirsíðan Á milli starfa þar sem safnað hefur verið saman miklu efni sem einstaklingar geta nýtt sér til að takast á við atvinnuleysi á þessum óvissutímum, efnið getur einnig hentað fólki sem er milli starfa eða vill koma auga á tækifæri í framtíðinni.

Þá hafa verið teknar saman ítarlegar upplýsingar á vef ASÍ sem gagnast þeim sem hafa misst vinnuna, sem glíma við erfiðleika og vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband