Fara í efni

Fleiri í starfsendurhæfingu en færri útskrifaðir

Til baka

Fleiri í starfsendurhæfingu en færri útskrifaðir

2.303 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2023, svipað margir og árið áður. 1.611 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 149 færri en árið 2022. 2.493 þjónustuþegar voru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK um áramótin, 7,5% fleiri en um síðustu áramót.

Frá 2008 þá hafa tæplega 22.500 einstaklingar hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK og sumir oftar en einu sinni. Þannig eru skráðir rúmlega 26.000 starfsendurhæfingarferlar í upplýsingakerfi VIRK. 79% þeirra 17 þúsund einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK frá upphafi eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi.

Þjónustukannanir VIRK sýna að þjónustuþegar eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Sjá nánar í VIRK í tölum og Árangur VIRK.


Fréttir

18.10.2024
19.12.2024

Hafa samband