Fara í efni

Auglýst eftir efni í ársrit VIRK

Til baka

Auglýst eftir efni í ársrit VIRK

Ársrit VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður venju samkvæmt gefið út á ársfundi VIRK sem haldinn verður 29. apríl nk.

Skýrsla framkvæmdastjóra og annar fróðleikur, frásagnir af starfsemi VIRK og viðtöl þjónustuþega og sérfræðinga verða meðal efnis í ársritinu en auk þess verður sem fyrr boðið upp á fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í ársritinu.

Þeir sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og hafa hugmyndir að greinum og/eða umfjöllunarefnum eru beðnir um að hafa samband við ritstjórn ársritsins t.d. með því að senda tölvupóst á eysteinn@virk.is.

Sjá fyrri ársrit VIRK hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband