Fara í efni

Ársfundur VIRK 2022

Til baka
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði ársfundinn
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði ársfundinn

Ársfundur VIRK 2022

Ársfundur VIRK var haldinn þriðjudaginn 26. apríl í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Ársfundurinn var vel sóttur og almenn ánægja ríkti með að geta hist í raunheimum á ársfundi eftir tvo síðastliðnu ársfundi VIRK sem haldnir voru á netinu vegna samgöngutakmarkana.

Upptökur með innleggjum úr fyrri hluta ársfundarins má sjá hér að neðan. 

Dagskrá

Ávarp
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra - sjá upptöku hér.

Starfsemi VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK - sjá upptöku hér.

Reynslusaga þjónustuþega VIRK
Gunnlaugur Hólm Torfason - sjá upptöku hér.

Heilsa, lífskjör og félagslegur jöfnuður
Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá VIRK - sjá upptöku hér.

Reynslusaga stjórnanda úr atvinnulífinu 
Berglind Helgadóttir, verkefnastjóri á Mönnunar og starfsmannaumhverfisdeild Landspítalans sjá upptöku hér.

Kaffihlé

Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur VIRK 2021 kynntur og borinn upp til samþykktar
- Tilkynning um skipan stjórnar
- Kosning endurskoðenda
- Önnur mál


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband