Fara í efni

Árangursrík viðverustjórnun

Til baka
Vilhjálmur Kári Haraldsson
Vilhjálmur Kári Haraldsson

Árangursrík viðverustjórnun

Leikskólar Garðabæjar hafa á undanförnum þremur árum tekið þátt  í þróunarverkefninu Virkum vinnustað sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur staðið fyrir í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki síðan 2011.  Hluti þróunarverkefnisins felst í  markvissri vinnu í viðverustjórnun og í grein Vilhjálms Kára Haraldssonar, mannauðsstjóra Garðabæjar, í Fréttablaðinu kemur m.a. fram að veikindadögum hafi fækkað á leikskólanum Holtakoti um 35% á milli áranna 2012 og 2013.
 
„Verkefnið er á vegum Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og tilgangurinn verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Hver leikskóli hefur mótað sér viðverustefnu og liður í henni er svokallað viðverusamtal sem er öflugt verkfæri viðverustjórnunar.“ segir Vilhjálmur Kári. „Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju.“

Vilhjálmur Kári segir einnig að í endurskoðaðri mannauðsstefnu Garðabæjar sé viðverustjórnun sett í forgrunn og stefnan verði innleidd í allar stofnanir Garðabæjar á næstunni.

Sjá grein Vilhjálms Kára Haraldssonar í heild sinni hér.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband