Fara í efni

Aldrei fleiri útskrifast frá VIRK

Til baka

Aldrei fleiri útskrifast frá VIRK

2.237 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2021, 4% færri en árinu áður en árið 2020 var metár í aðsókn til VIRK. 1.850 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 16% fleiri en 2020, sem er metfjöldi útskrifta á einu ári.

2.400 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin. 13.604 hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og 78% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.

Þjónustukannanir VIRK sýna að þjónustuþegar eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK - fjárhagslegur og samfélagslegur - er mjög mikill þar sem starfsemin hefur skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði.

Þennan árangur hafa utanaðkomandi aðilar staðfest, niðurstöður Talnakönnunar sýna t.d. að ávinningurinn af starfsemi VIRK á árinu 2020 nam 21,3 miljörðum og að reiknaður meðalsparnaður samfélagsins á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK nam 13,3 milljónum það ár.

Sjá nánar upplýsingar um sögu VIRK, árangur og starfsemi. 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband