Fara í efni

Átta myndbönd um fjarverustjórnun á heimasíðu VIRK

Til baka

Átta myndbönd um fjarverustjórnun á heimasíðu VIRK

Með tveimur nýjum myndböndum:   Vellíðan á vinnumiðstöðinni og Siðferði og viðskiptasjónarmið í jafnvægi, eru samtals átta myndbönd um fjarverustjórnun komin á heimasíðu VIRK. Myndböndin eru tekin upp í dönskum fyrirtækjum en hafa verið textuð á íslensku.

Fjarverustjórnun er ekki algengt hugtak á Íslandi en ætti í raun að vera eðlilegur hluti af  starfsmannastjórnun. Í myndböndunum er gerð grein fyrir því um hvað fjarverustjórnun snýst og eiga þau þar af leiðandi að höfða bæði til starfsfólks og stjórnenda. Meðal þess sem myndböndin greina frá er ávinningur þess að vinna markvisst með veikindafjarveru á vinnustöðum, aukin vellíðun á vinnustað í kjölfar þess að veikindafjarvistir verða hluti af eðlilegu umræðuefni, að stjórnendur beri aukna umhyggju fyrir starfsfólki sínu, að starfsfólk beri umhyggju hvert fyrir öðru, þegar stjórnendur hafa samband við starfsfólk í veikindum eru auknar líkur á að það snúi fyrr til baka úr veikindaleyfi og að samstarfsfólk sé umburðarlynt gagnvart þeim sem geta ekki innt af hendi fulla starfsgetu á meðan bataferli stendur, svo einhver dæmi séu nefnd. Til þess að vel takist til um fjarverustefnur er brýnt að millistjórnendur fái víðtæka fræðslu frá yfirstjórn fyrirtækisins eða stofnunarinnar og að trúnaðarmenn séu einnig með í ráðum.



Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband