Fara í efni

Ársfundur VIRK 2020

Til baka
Tveggja metra reglunnar var gætt
Tveggja metra reglunnar var gætt

Ársfundur VIRK 2020

Sökum samkomubanns vegna COVID-19 þá var ársfundur VIRK haldinn með rafrænu sniði þriðjudaginn 28. apríl. Fundurinn tókst vel þrátt fyrir óvenjulega aðstæður.

Dagskrá
Starfsemi VIRK - Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK - sjá glærur
Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá:
1. Skýrsla stjórnar - Finnbjörn A. Hermannsson stjórnarformaður
2. Ársreikningur liðins árs kynntur og til samþykktar. Sjá glærur.
3. Tilkynning um skipan stjórnar.
4. Kosning endurskoðenda.
5. Önnur mál.

Þótt ársfundurinn hafi verið með rafrænu sniði þá var þess gætt að hann væri í fullu samræmi við skipulagsskrá VIRK.

Samkvæmt skipulagsskrá VIRK skal ársfundur vera öllum opinn og honum var því streymt á vefsíðu VIRK. Samkvæmt skipulagsskránni hafa meðlimir fulltrúaráðs VIRK einir atkvæðisrétt. Því þurftu meðlimir fulltrúaráðsins að tengjast ársfundinum í gegnum öruggt fjarfundaforrit, fylgjast með fundinum þar og greiða þar atkvæði með rafrænum hætti. Fulltrúum í fulltrúarráði gafst kostur á að senda fyrirspurnir í gegnum fjarfundaforritið auk þess sem hægt var að senda fyrirspurnir á netfang fundarstjóra. 


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband