Fara í efni

Rauði Krossinn - Félagsverkefni / Vinaverkefni

Rauði Krossinn leitar að sjálfboðaliðum sem vilja efla félagslega þátttöku einstaklinga (18 ára og eldri) og hópa.
Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sækja sjálfboðaliðar undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundin trúnaði við þau sem heimsótt eru. 
Útfærslur verkefna eru fjölbreyttar en þar er reynt að mæta óskum gestgjafa eins og kostur er. Þátttaka getur verið spjall, göngu- eða ökuferðir, upplestur, kaffihúsaferð o.s.frv. 
Þau sem hafa áhuga á sjálfboðaliðastarfi hjá Rauða Krossinum geta fengið viðtal til þess að heyra meira um starfið. 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband