Geðhjálp
Hjá Geðhjálp er starfandi fagmenntaður ráðgjafi sem ætlað er að veita þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali og tölvupósti. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi.
Þá hýsa samtökin starfsemi sjálfshjálparhópa í aðsetri sínu við Borgartún; kvíðahóp, geðhvarfahóp og sjálfshjálparhóp Pólverja.