Stafræn hæfni
Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Hver er þín stafræna hæfni?
Á síðu VR getur þú tekið próf sem sýnir hver stafræn hæfni þín er og borið saman við aðra í þinni starfsgrein.
Stafræna hæfnihjólið er sjálfsmatspróf sem tekur einstakling um 12-15 mínútur að þreyta. Prófið byggir á módeli um stafræna hæfni sem gefið er út af Evrópusambandinu.
Að prófinu loknu færð þú tölvupóst með niðurstöðum sem birtast í myndrænu geislariti sem sýnir hæfni þína á 16 mismunandi sviðum stafrænnar hæfni. Auk niðurstaðna um stafræna hæfni færð þú ráðleggingar um á hvaða sviðum þú getir bætt þig og tillögur um hvernig þú getir gert það.
Smelltu hér eða á myndina til að taka prófið.