Ertu efni í sjálfstæðan atvinnurekanda?
Sjálfstæður atvinnurekandi?
Ef þér sýnist að sjálfstæður rekstur höfði til þín gætir þú haft gagn af því að velta fyrir þér hvort þú búir yfir þeim styrkleikum eða eiginleikum sem sjálfstæður atvinnurekandi þarf að hafa. Almennt er talið að það geti verið gott að búa yfir tilteknum persónueiginleikum til að ná árangri í sjálfstæðum rekstri en þó eru engar rannsóknir beinlínis sem liggja því til grundvallar.
Þú getur skoðað hvort þú búir yfir eftirfarandi styrkleikum sjálfstæðra atvinnurekenda.
- Eiga gott með samskipti
- Ákveðni
- Áræðni
- Dugnaður
- Frumkvæði
- Jákvæðni og áhugi
- Marksækni
- Peningavit
- Sjálfstæði
- Skipulag
- Sveigjanleiki
- Þol fyrir óvissuþáttum
Listinn yfir styrkleika sjálfstæðra atvinnurekenda er þróaður út frá lista Norman E. Amundson sem birtist í Stefnt að starfsframa/Career Pathways.
Ef flest af þessu á við um þig og þú ert með áhugaverða viðskiptahugmynd sem þig dreymir um að koma í framkvæmd þá gæti verið sniðugt fyrir þig að skoða að fara út í eigin rekstur.