Fara í efni

Frestunarárátta

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Áttu það til að fresta því sem þú ætlar þér að gera? Ef svarið er já gætir þú haft áhuga á að kynna þér góð ráð við því - eða bara frestað því til morguns ;-).

Margir eiga erfitt með að koma sér að verki þegar þeim finnst mikið liggja við og mikla hlutina fyrir sér. Þetta getur líka gerst þegar þú ætlar að verja tímanum í að sækja um störf. Það verður þá eitthvað svo óyfirstíganlegt að þú hefur þig ekki í gang.

Þú ert ekki beint að fresta hlutunum þeir bara frestast án þess að þú takir meðvitaða ákvörðun um það. Þegar þetta gerist ítrekað og þú nærð ekki að gera það sem þú ætlaðir þér er líklegt að vanlíðan aukist og skömmin og kvíðinn læðist að.

Hvað er til ráða?

Taktu þér fimm mínútur að morgni til að skrifa upp lista yfir það sem þú hefur verið að „fresta til morguns“. Skoðaður svo listann og farðu strax í að framkvæma eitt af verkefnunum.

  • Breyttu orkunni sem fer í afsakanir í framkvæmdir.
  • Þegar þú framkvæmir minkar kvíðinn.
  • Taktu frá ákveðinn tíma þann daginn til að vinna í listanum þínum.

 

Ef þú átt erfitt með að byrja á hlutunum skaltu ákveða að taka frá 30 mínútur í dag til að vinna að því sem þig langar að klára. Skrifaðu niður klukkan hvað þú ætlar að gera það. Haltu þig við þessa ákvörðun.

 

 

Hættu svo að reyna að vera fullkomin/n!

Það skiptir mun meira máli að leggja sig fram við að sinna fyrirliggjandi verkefnum en að einblína á fullkominn árangur.

 

Ef þér finnst að aðrir beri ábyrgð á því að þú þurfir að fresta hlutunum skaltu tala við þá. Það getur vel verið að þú sért að misskilja stöðuna og jafnvel að gera úlfalda úr mýflugu. Að tala saman getur breytt öllu.

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband